Kisa litla fundin .....Jibbý

Elsku litla kisan mín er fundin, hún fannst 1. september....Maðurinn minn fékk símhringingu frá Siggu í Kattholti um fimm leytið en þá var hún bara nýbúin að fá að vita að komið hefði verið með kisu en hún sjálf var ekki að vinna, hún sagði manninum mínum að kíkja á myndina af henni og tékka á því hvort þetta væri ekki örugglega hún og jú þetta var hún.

Þá hringdi Egill í mig og bað mig að kíkja á kattholt.is sem ég og gerði og hann spurði mig hvort ég héldi að þetta væri kisan okkar....hehe ég kíkti og guð minn almáttugur ég brotnaði bara saman, ég var orðin svo vonlaus um að hún myndi finnast elsku dúllan að ég trúði ekki mínum eigin augum. Kattholt var búið að loka þannig við áttum mót við Siggu daginn eftir.

Það sem kom mér algjörlega í opna skjöldu var að litlan okkar fannst í Hafnarfirði af öllum stöðum og við búum í 101 ....ég skil ekki hvernig hún hefur komist þangað og vil eiginlega ekki hugsa útí það þvi ég mun aldrei komast að því og það skiptir líka minnstu úr þessu.

Ég fékk vægt sjokk þegar við komum í Kattholt að ná í hana því hún var svo rosalega horuð greyið, elsku anginn hún er ekkert nema skinn og bein og greinilegt að hún hefur lítið fengið að borða allan tímann, hún var líka með smá sár á líkamanum eftir annan kött greinilega og það var meira að segja föst nögl í einu þeirra....En já ég fór beint með hana upp á dýralæknisins okkar og hann lagði hana bara beint inn á spítalan til að gefa henni næringu í æð og sýklalyf og svona.....og ég náði svo í hana um fimm leytið....

Það er alveg yndislegt að vera búin að fá hana heim, um leið og við settum hana á gólfið hérna heima var það fyrsta sem hún gerði að pissa í kassan sinn og því næst fór hún inn í eldhús til að athuga hvort það væri ekki til eitthvað að borða ...sem sýndi að hún vissi sko alveg hvert hún var komin.
Núna gerir hún ekki annað en að mala og heimta knús frá mér sem ég gef sko óspart en mikið er óhuggulegt að strjúka henni svona horaðri held ég hafi bara aldrei séð svona grannan kött.

Hún þekkti mig um leið og ég tók hana í fangið og byrjaða mala þrátt fyrir að vera svona máttfarin eins og hún var, ég get ekki lýst gleðinni yfir að vera búin að fá hana heim.

Við hjónin ákváðum að gefa Kattholti fundarlaunin þar sem mér finnst starfið sem unnið er þar alltof vanmetið og hún Sigga á það svo innilega skilið fyrir alla þá vinnu sem hún gefur af sér.

P.s ég skrifaði færslu strax þá um kvöldið en hún virðist bara hafa dottið út og hafa horfið...


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að vel gengur með Lísu litlu. Með ást og umhyggju nær hún sér að fullu, það er engin spurning. Tekur auðvitað sinn tíma.
Flott hjá ykkur að styrkja Kattholt, hún Sigga er auðvitað einstök kona og ætti starfið þarna skilið mun meiri aðstoð frá opinberum aðilum en raunin er.
Með kisukveðjum,
Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Æ hvað er gott að hún er fundin litla snúllan  

Knús til þín Benna mín  

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband