Hefur þú séð þessa kisu??

Elsku kisan okkar hvarf laugardaginn 26 júlí síðastliðinn frá Bárugötu í 101 Reykjavík, við höfum auglýst hana út um allt en lítið frétt af henni en samt hafa einstaka hringingar og ábendingar komið.

Ertu til í að áframsenda linkinn á þetta blogg til allra vina þinna, ef allir gera það margfaldast líkur okkar að fá kisulóru heim.

FUNDARLAUN 35.000 KRÓNUR!

null

Hún er mjög sérstök kisa, hún er persneskur köttur sem þýðir að hún er mjög loðin, alveg kramin í framan með stór blá augu.
Hún er hvít að lit með brúnar lappir, eyru og skott og skottið er mjög stórt og mikið á henni.

tisa

Ef þú sérð hana viltu þá ná henni og hringja svo í mig, því það hefur komið fyrir að fólk hefur hringt og sagst hafa séð hana en ekki tekið hana og hefur hún verið horfin þegar ég hef mætt á svæðið.
En ef þú nærð henni ekki láttu mig samt vita, hún er mjög blíð og góð því er óþarfi að vera hræddur við hana.

036

Því miður hefur enn ekkert frést til litlu skvísunnar minnar, en ég vil ekki gefa upp vonina sérstaklega ekki vegna drengjanna minna en þeir sakna kisu mjög sárt og skilja ekki af hverju hún kemur ekki heim eða af hverju hún finnst ekki, þeir hafa þurft að missa mikið af gæludýrum, þurftu að horfa á eftir tveimur hundum sem við áttum en misstum í bruna sem við lentum í og var þessi kisa svo mikil sárabót fyrir þá....

ALLAR UPPLÝSINGAR Í SÍMA 845-1048 OG 856-5031

Benedikta og Egill

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er leiðinlegt að sjá að litla sæta Lísa skuli ekki vera komin í leitirnar.
Það hlýtur bara einhver að vera með hana. Ég trúi ekki að hún sé úti allan þennan tíma. Reyndar er ótrúlegt hvað margar kisur týnast hér, en skila sér samt að lokum.
Hafið þið beðið þau Rás 2 eða Bylgjunni um að lýsa eftir henni? Eða Sigríði í Kattholti að setja auglýsingu og mynd á forsíðuna þar?
Vona innilega að úr rætist. Skil vel að þið séuð öll sorgmædd, en ekki gefast upp. Kisa er einhversstaðar þarna úti og hún SKAL finnast.
Með baráttukveðju,
Eygló

Eygló (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Týnd kisa hefur þú séð hana?

Já ég hef sent mail á útvarpsstöðvarnar en þeir hafa ekki svarað svo ég hugsa að ég prufi bara að hringja inn á símatíma á Bylgjunni alla vega...

Ælta prufa að tala við Sigríði í Kattholti ....en þetta er rosalega sárt að vita ekkert um hana og ég var svo viss um að hún myndi ekki vera týnd svona lengi...en ég vil reyna halda í vonina og auglýsa hana....

Týnd kisa hefur þú séð hana?, 20.8.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Týnd kisa hefur þú séð hana?

Sérstaklega fyrir strákana mína... þá neita ég að gefast upp þeirra vegna..er svo viss um að einhver góðhjartaður mun sjá hana og láta okkur vita..

Týnd kisa hefur þú séð hana?, 20.8.2008 kl. 21:21

4 identicon

Alls, alls ekki gefast upp. Hún skal finnast. Endilega talaðu við Sigríði og eins held ég að væri ráð að hringja í t.d. Óla í Popplandi á Rás 2, trúi ekki öðru en að hann geri þetta fyrir ykkur.
Við eigum Persneska kisu og ég veit alveg að ég mundi fara gjörsamlega yfir um ef hún týndist. Þannig að ég get vel ímyndað mér hvernig ykkur líður. Bara ekki gefa upp vonina.
Kærar kveðjur...

Eygló (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Týnd kisa hefur þú séð hana?

Elsku litla  mín er enn týnd... vildi bara láta vita af því ....

Týnd kisa hefur þú séð hana?, 25.8.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband