Enn er litla kisa týnd....viltu hjálpa og áframsenda þessa síðu í tölvupósti til allra..

null

Elsku kisulóran mín er enn týnd, verð að viðurkenna að vonin um að finna hana aftur hefur dvínað örlítið en ég get hreinlega samt ekki gefist upp strax, strákarnir mínir sakna hennar svo sárt og skilja ekki af hverju kisa finnst ekki...við fengum hana gefins af yndislegri konu sem vissi að við hefðum misst tvo hunda í bruna sem við lentum í og var hún okkur svo mikill gleðigjafi og er því mjög sárt að missa hana líka og ég veit ekki hvað ég get sagt við strákana mína til að hugga þá....Þess vegna vil ég reyna að gera allt sem ég get gert.

tisa

Ég neita bara að trúa þvi að einhver hafi stolið henni, ég trúi ekki öðru en að ef fólk finni kisur að það hugsi útí þá sem eiga þær hugsanlega og ég tala nú ekki um þegar um svona kött er að ræða en þeir eru sjaldnast útikettir.
Ég vona svo innilega að einhver góðhjartaður finni hana og láti okkur vita..

Við erum eins og fyrr sagði tilbúin að borga 35.000 þúsund í fundarlaun fyrir hana þið sjáið lýsinguna á henni í færslunni sem er á undan þessari...

Endilega ef þú sérð þessa síðu viltu áframsenda hana í pósti til vina þinna það er okkur svo mikilsvirði ef þið sjáið ykkur fært að hjálpa okkur að auglýsa hana...

Kær kv. Benedikta og Egill.

Sími: 856-5031 og 845-1048


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, þú getur auglýst eftir þessu yndi á vefnum hjá kattholti.  www.katholt.is   Ég mundi kíkja þangað fyrst ef ég væri með kött sem ég ætti ekki.  Endilega auglýstu þar.

Gangi þér vel.

Linda E (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Týnd kisa hefur þú séð hana?

Hún er auglýst þar í eftirlýstar kisur en er komin ansi neðarlega þar....er að athuga hvort Sigríður sé til í að setja mynd á forsíðuna hjá sér...

Týnd kisa hefur þú séð hana?, 26.8.2008 kl. 19:28

3 identicon

Ósköp er sárt að vita að Lísa skuli ekki finnast.
Ég áframsendi slóðina í gær til allra sem mér datt í hug þ.á.m. til Kynjakatta og eru þau búin að setja mynd á síðuna hjá sér. Fékk svar til baka að gott væri ef þið vissuð um uppruna hennar og láta þau vita.  Ef einhver er með kisu litlu gæti sá hinn sami þurft með hana til dýralæknis og þess vegna kannski ráð að láta upplýsingar um hana á slíka staði.
Vona innilega að hún fari að koma í leitirnar.

Eygló (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:54

4 identicon

Til hamingju með fundinn og knúsaðu kisu frá mér!

Unbeliever (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:00

5 identicon

Mikið ofboðslega er ég fegin að kisa litla sé fundin og vonandi hressist hún sem fyrst. Gerir það örugglega í ykkar umsjá.

BOBO kveðjur

Heiðrún tengdó (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:04

6 identicon

Hjartanlega til hamingju með að endurheimta Lísu litlu. Vonandi jafnar hún sig fljótt og vel eftir þessar hremmingar.

Gangi ykkur vel.

Eygló (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:51

7 identicon

Æðislegt að þið fenguð kisu heim aftur, ég átti samskonar persa og hugsa ekki til enda ef hann hefði farið á flakk. Þessar kisur verja sig ekki og veiða ekki sér til matar. Til hamingju með Lísu litlu.

Elísa (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband