Kisa litla fundin .....Jibbý

Elsku litla kisan mín er fundin, hún fannst 1. september....Maðurinn minn fékk símhringingu frá Siggu í Kattholti um fimm leytið en þá var hún bara nýbúin að fá að vita að komið hefði verið með kisu en hún sjálf var ekki að vinna, hún sagði manninum mínum að kíkja á myndina af henni og tékka á því hvort þetta væri ekki örugglega hún og jú þetta var hún.

Þá hringdi Egill í mig og bað mig að kíkja á kattholt.is sem ég og gerði og hann spurði mig hvort ég héldi að þetta væri kisan okkar....hehe ég kíkti og guð minn almáttugur ég brotnaði bara saman, ég var orðin svo vonlaus um að hún myndi finnast elsku dúllan að ég trúði ekki mínum eigin augum. Kattholt var búið að loka þannig við áttum mót við Siggu daginn eftir.

Það sem kom mér algjörlega í opna skjöldu var að litlan okkar fannst í Hafnarfirði af öllum stöðum og við búum í 101 ....ég skil ekki hvernig hún hefur komist þangað og vil eiginlega ekki hugsa útí það þvi ég mun aldrei komast að því og það skiptir líka minnstu úr þessu.

Ég fékk vægt sjokk þegar við komum í Kattholt að ná í hana því hún var svo rosalega horuð greyið, elsku anginn hún er ekkert nema skinn og bein og greinilegt að hún hefur lítið fengið að borða allan tímann, hún var líka með smá sár á líkamanum eftir annan kött greinilega og það var meira að segja föst nögl í einu þeirra....En já ég fór beint með hana upp á dýralæknisins okkar og hann lagði hana bara beint inn á spítalan til að gefa henni næringu í æð og sýklalyf og svona.....og ég náði svo í hana um fimm leytið....

Það er alveg yndislegt að vera búin að fá hana heim, um leið og við settum hana á gólfið hérna heima var það fyrsta sem hún gerði að pissa í kassan sinn og því næst fór hún inn í eldhús til að athuga hvort það væri ekki til eitthvað að borða ...sem sýndi að hún vissi sko alveg hvert hún var komin.
Núna gerir hún ekki annað en að mala og heimta knús frá mér sem ég gef sko óspart en mikið er óhuggulegt að strjúka henni svona horaðri held ég hafi bara aldrei séð svona grannan kött.

Hún þekkti mig um leið og ég tók hana í fangið og byrjaða mala þrátt fyrir að vera svona máttfarin eins og hún var, ég get ekki lýst gleðinni yfir að vera búin að fá hana heim.

Við hjónin ákváðum að gefa Kattholti fundarlaunin þar sem mér finnst starfið sem unnið er þar alltof vanmetið og hún Sigga á það svo innilega skilið fyrir alla þá vinnu sem hún gefur af sér.

P.s ég skrifaði færslu strax þá um kvöldið en hún virðist bara hafa dottið út og hafa horfið...


Enn er litla kisa týnd....viltu hjálpa og áframsenda þessa síðu í tölvupósti til allra..

null

Elsku kisulóran mín er enn týnd, verð að viðurkenna að vonin um að finna hana aftur hefur dvínað örlítið en ég get hreinlega samt ekki gefist upp strax, strákarnir mínir sakna hennar svo sárt og skilja ekki af hverju kisa finnst ekki...við fengum hana gefins af yndislegri konu sem vissi að við hefðum misst tvo hunda í bruna sem við lentum í og var hún okkur svo mikill gleðigjafi og er því mjög sárt að missa hana líka og ég veit ekki hvað ég get sagt við strákana mína til að hugga þá....Þess vegna vil ég reyna að gera allt sem ég get gert.

tisa

Ég neita bara að trúa þvi að einhver hafi stolið henni, ég trúi ekki öðru en að ef fólk finni kisur að það hugsi útí þá sem eiga þær hugsanlega og ég tala nú ekki um þegar um svona kött er að ræða en þeir eru sjaldnast útikettir.
Ég vona svo innilega að einhver góðhjartaður finni hana og láti okkur vita..

Við erum eins og fyrr sagði tilbúin að borga 35.000 þúsund í fundarlaun fyrir hana þið sjáið lýsinguna á henni í færslunni sem er á undan þessari...

Endilega ef þú sérð þessa síðu viltu áframsenda hana í pósti til vina þinna það er okkur svo mikilsvirði ef þið sjáið ykkur fært að hjálpa okkur að auglýsa hana...

Kær kv. Benedikta og Egill.

Sími: 856-5031 og 845-1048


Hefur þú séð þessa kisu??

Elsku kisan okkar hvarf laugardaginn 26 júlí síðastliðinn frá Bárugötu í 101 Reykjavík, við höfum auglýst hana út um allt en lítið frétt af henni en samt hafa einstaka hringingar og ábendingar komið.

Ertu til í að áframsenda linkinn á þetta blogg til allra vina þinna, ef allir gera það margfaldast líkur okkar að fá kisulóru heim.

FUNDARLAUN 35.000 KRÓNUR!

null

Hún er mjög sérstök kisa, hún er persneskur köttur sem þýðir að hún er mjög loðin, alveg kramin í framan með stór blá augu.
Hún er hvít að lit með brúnar lappir, eyru og skott og skottið er mjög stórt og mikið á henni.

tisa

Ef þú sérð hana viltu þá ná henni og hringja svo í mig, því það hefur komið fyrir að fólk hefur hringt og sagst hafa séð hana en ekki tekið hana og hefur hún verið horfin þegar ég hef mætt á svæðið.
En ef þú nærð henni ekki láttu mig samt vita, hún er mjög blíð og góð því er óþarfi að vera hræddur við hana.

036

Því miður hefur enn ekkert frést til litlu skvísunnar minnar, en ég vil ekki gefa upp vonina sérstaklega ekki vegna drengjanna minna en þeir sakna kisu mjög sárt og skilja ekki af hverju hún kemur ekki heim eða af hverju hún finnst ekki, þeir hafa þurft að missa mikið af gæludýrum, þurftu að horfa á eftir tveimur hundum sem við áttum en misstum í bruna sem við lentum í og var þessi kisa svo mikil sárabót fyrir þá....

ALLAR UPPLÝSINGAR Í SÍMA 845-1048 OG 856-5031

Benedikta og Egill

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband